Lax Sesselju

Nú er það fiskurinn… Uppskriftin kemur frá Sesselju Sveinsdóttur

Lax í teriyakilímónusósu fyrir 4-6

 

800gr Lax, beinhreinsaður og skorinn í bita

½ dl olía

1 askja sveppir, skornir í bita

4 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir

4 cm bútur fersk engiferrót, söxuð smátt

2 rauð chili-aldin, skorin smátt með steinum

1 ½ límóna, safi og börkur

1 dl teriyaki marinade-sósa

1 msk. fiskisósa

1 búnt ferskur coriander

1 dl ristaðar kasjúhnetur

svartur pipar

 

Hitið ofninn í 180°C. Setjið svolítið af olíunni í botninn á eldföstu formi. Leggið laxinn ofan á formið og setjið sveppi, hvítlauk, engifer, chili-aldin og börk af 1 límónu ofan á flökin. Hellið teriyaki-sósunni yfir ásamt límónusafa, fiskisósu og restinni af olíunni yfir laxinn. Kryddið vel með svörtum pipar og hnefafylli af ferskum coriander. Setjið inn í heitan ofn og bakið í u.þ.b. 15-20 mínútur, fer svolítið eftir stærð stykkjanna. Þegar fiskurinn er tekinn úr ofninum setjið þá kasjúhneturnar ofan á og sáldrið ferskum kóríander yfir allan réttinn. Berið fram með góðum hrísgrjónum og salati.

Verði ykkur að góðu, Sesselja Sveinsdóttir

Ég skora á Kolbrúnu H. Jónsdóttur að koma með næstu uppskrift.