Laxaréttur Ólafíu

Hér kemur forréttur eða léttur kvöldverður fyrir ca.4
sem gott er að grípa til í sólinni :=)
240 gr. Reyktur lax eða silungur ca. 60 gr á mann
3.egg
2 msk. kapers
1/2 rauðlaukur
dill til skrauts
4 msk. sýrður rjómi
Sjóða eggin í 10 mín, og aðskilja eggjarauður og hvítur og saxa smátt.
Saxa rauðlaukinn smátt
Blanda saman söxuðum eggjahvítu, lauk og kapers.
Sneiða lax eða silung í þunnar sneiðar og leggja þær fallega á disk.
Setja blönduna í kring um laxinn og skreyta með sýrðum rjóma, saxaðri eggjarauðu og dill.
Þetta er fljótlegt og gott.
Verði ykkur að góðu 🙂
Ég skora á vinkonu mína Birnu Pétursdóttur að grípa boltann frá mér.
Ólafía Gestsdóttir