Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Leikárið

Nú er leikárið að verða hálfnað og leikfélagið Grímnir að vakna til lífsins eftir árs svefn. Okkur hefur verið hugleikið allt fólkið sem lagt hefur félaginu lið síðastliðna áratugi.Við höfum þessu fólki til heiðurs staðið fyrir bíósýningum í haust og ætlum að halda því áfram, næsta bíósýning verður söngleikurinn „Grettir“ en þar má sjá núverandi forseta bæjarstjórnar, á meðan enn var líf í klaufunum, stæltann eins og grískann guð! Við hugum þó að framtíðinni um leið og við þökkum fortíðinni það sem að hún hefur látið okkur í té.
Okkur langar að boða til allsherjar fundar með öllum þeim sem að sjá sér fært um að mæta, sunnudaginn 12. janúar 2014. En á fundinum viljum við finna þessu leikári viðeigandi farveg, hvort sem við setjum á stokk eitthvað smátt eða eitthvað svo risastórt þá, kæri lesandi, er þitt innlegg gulls ígildi.
Ég hvet alla þá sem að hafa áhuga á einhverskonar sviðslistum að taka þátt í starfi leikfélagsins. Hvort sem það er dans, leikur eða söngur þá átt þú stað hjá Leikfélaginu Grímni. Hljóðfæraleikarar, hvort sem að þið þenjið túbu, trompet, sláið strengi eða skinn, ekki vera feimin. Allir áhugasamir um ljós,hljóð, smíði, förðun o.s.frv. ekki láta ykkur vanta!
Hlakka til að sjá ykkur sem flest á nýju ári.
F.h Leikfélagsins -Bjarki Hjörleifsson