Leikfélagið Grímnir

IMG_7240Takk Símon fyrir pennan.
Leikfélagið Grímnir var stofnað í Stykkishólmi árið 1967, fyrsta sýning félagsins var Lukkuriddarinn eftir J. M. Synge.Frá árinu 1967 hefur starfssemi félagsins verið samfelld, í mis-munandi myndum en alltaf starfandi.
Höfuð tilgangur Leikfélagsins hefur ætíð verið að stuðla að uppbyggingu leiklistarstarfs og gera áhugafólki kleift að afla sér hæfni, þekkingar og reynslu í listinni og veita því aðstöðu til að þroskast í skapandi umhverfi.

Með Leikfélaginu starfar nú mest megnis ungt fólk, fólk á framhaldsskólaaldri, það hefur verið þróunin síðan fjölbrauta-skólinn opnaði í Grundarfirði. Leikfélagið hefur verið stutt af þessari þróun og á sama tíma stutt við bakið á ungum og efnilegum leikurum, hér fyrir nokkrum árum, í góðærinu, var sett upp stórvirkið Jésús Guð Dýrlingur þar sem stór hluti leikhópsins, sem alls voru um 70 manns, kom frá Grundarfirði og það er ekkert einsdæmi hjá félaginu að, ásamt Hólmurum taki þátt aðrir Snæfellingar. En eftir góðærið kom einmitt hrun.
Eins og glöggir lesendur Stykkishólms-Póstsins vita hefur Leikfélagið átt við ákveðin vanda-mál að stríða síðastliðin ár. Sá vandi er fyrst og fremst falinn í húsnæðisvanda félagsins, hann er þó af mörgum miskilinn sem vandi okkar við að finna hentugt húsnæði undir allt dótið og draslið sem við eigum, svo er ekki. Húsnæðisvandi Leikfélagsins felst fyrst og fremst í því að hafa aðstöðu til uppsetninga á leikverkum en ekki afdrep til að geyma á dót og drekka kaffi.

Þessu til marks hafa síðastliðnar þrjár sýningar verið sýndar á þremur mismunandi stöðum, þetta hefur verið ákaflega lærdómsríkt en jafnframt mikið púsl.

Í þessu breytta umhverfi býr Leikfélagið við annan veruleika. Við erum ennþá að skapa, við sníðum okkur stakk eftir vexti og erum oft ansi brött í því sem við höfum verið að gera, þetta hefur knúið okkur áfram í talsverðan tíma að takast á við þetta breytta umhverfi en það kemur að því að eldsneytið þrýtur.

Það að rækta félagsskap sem er sífellt á flandri, sífellt að leita sér að aðstöðu, í sífellu að réttlæta tilverurétt sinn og getur hvergi verið í viðunnandi húsnæði verður ansi hratt að því að rækta félagsskap sem getur ekki vaxið, hann getur bara dáið. Hvort sem það eru örlög leikfélagsins eður ei veit ég ekki en óljóst er hvort félagið geti starfað áfram í þeirri mynd sem það er í dag og hefur verið í síðastliðin 48 ár.
Það er rómantísk hugmynd að list þrífist best soltin, fátæk, ráfandi um göturnar í leit að tækifærum, en hún er ekki raunveruleg.

En svo við séum nú ekki Svartnættisfélagið Grímnir vil ég líka benda á ljósu punktana. Við erum þrátt fyrir allt, öflugur félagsskapur fólks sem hefur af ástríðu haldið félaginu virku síðastliðin ár, það hefur verið mikil endurnýjun þátttakenda í félaginu og getum við stollt sagt að það sé GAMAN að vera meðlimur, við erum alltaf að bæta okkur, hugsa út fyrir rammann.
Síðast en ekki síst vil ég hvetja fólk til að mæta á stóra fundinn okkar í leikfélaginu sem haldinn verður einhvern prýðisdag í desember, aðstoða okkur við að flytja út úr Hljómskálanum og bjóða sig fram í stjórn Leikfélagsins Grímnis.

Við viljum skora á konuna hans Álfgríms og Karlakórinn Kára að skrifa í næsta blað.

F.h Leikfélagsins Grímnis , Bjarki Hjörleifsson, formaður.