Leikskóli okkar Hólmara


Í haust verða liðin 60 ár frá stofnun leikskóla í Stykkishólmi. Þann 7. október 1957 var Leikskóli St.Franziskussystra stofnaður. Í upphafi starfaði skólinn aðeins á veturna og var ætlaður börnum undir skólaskyldualdri. Skólinn stækkaði hratt, frá því að vera 12 börn 1957 til þess að vera orðin 60 að tölu árið 1963. Það var því orðið þröngt um börnin svo að árið 1967 var farið í að byggja sérstakt hús samtengt spítalanum til að hýsa leikskólann. Þessi stofnun var í daglegu tali kölluð „Spító“ sem var stytting á Spítalaskóli. Leikskólinn var starfræktur þar þangað til í janúar 2007.
Þá flutti leikskólinn í núverandi húsnæði við Búðanesveg.

Þessum tímamótum ber að fagna með pompi og prakt, rifja upp sögu skólans og halda veislu. Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að sitja í undirbúningsnefnd afmælisins. Við höfum komið saman síðan í apríl til að raða saman dagskrá og vinna að undirbúning.

Á fundi bæjarstjórnar 21. mars var skipað í hugmyndahóp og vinnuhóps vegna afmælis Leikskólans. Þessir aðilar voru skipaðir í hugmyndahópinn:
Ægir Jóhannsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Kristín Ósk Sigurðardóttir, Sigrún Þórsteins-dóttir leikskólastjóri, Elísabet Björgvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir formaður skólanefndar, Róbert Jörgensen, Ingunn Höskuldsdóttir formaður foreldraráðs, María Kúld formaður foreldrafélags, Anna Melsteð.
Á sama fundi var líka skipað í framkvæmdahóp sem stýrir vinnunni. Í þeim hóp sitja Sigrún Þórsteinsdóttir, Elísabet Björgvinsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Róbert Jörgensen og Anna Melsteð.
Hugmyndahópurinn hittist nokkrum sinnum í vor og setti niður hugmyndir að afmælisviðburðum.
Framkvæmdahópurinn tók síðan við keflinu og hefur hist reglulega síðan í maí.

Drög að dagskrá eru komin og mun hún verða auglýst fljótlega. Vikuna fyrir afmælið verða ýmsir viðburðir sem bæjarbúar geta tekið þátt í og fyrir börnin á leikskólanum verður barnamenningarhátíð vikuna fyrir afmælið. Á barnamenningarhátíðinni er ætlunin að gefa börnunum tækifæri til að vinna að margs konar sköpun og sýnishorn af afurðunum verða til sýnis á afmælisdaginn. Það er líka líklegt að eitthvað af myndum frá starfsemi skólans verði til sýnis og bæjarbúar fá að rifja upp kynni sín við teiknimyndahetjuna Malú.
Fésbókarsíða afmælisvikunnar verður opnuð fljótlega. Mig langar að biðja þá sem gætu átt myndir frá leikskólastarfinu að hafa samband við mig eða senda mér myndir í tölvupósti. Mynd af myndunum tekin með síma kemur að góðum notum.

Hrafnhildur Hallfreðsdóttir
hrafnhildur@fsn.is