Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Leshringur af stað

Minnum á leshringinn í tengslum við Júlíönu–hátíðina. Hann hefst næstkomandi mánudag 9. janúar á Hótel Egilsen kl: 20.00 undir stjórn Dagbjartar Höskuldsdóttur. Nú ætlum við að lesa skáldsöguna Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Sögusvið bókarinnar er Stykkihólmur, Guðrún Eva var fyrsti rithöfundurinn sem dvaldi í Vatnasafninu við ritstörf. Áhugasamir hafi samband við Hótel Egilsen i síma 5547700 eða Þórunni Sigþórsdóttur i síma 8941421 eða á netfangið thorunns@simnet.is