Lestarátak

Nú er tveggja vikna lestrarátaki grunnskólans formlega lokið. Átakið fólst í því að nemendur söfnuðu sér poppbaunum fyrir lesnar mínútur og enduðu herlegheitin á allsherjar popphátíð. Bekkirnir kepptu innbyrðis á milli skólastiga að flestum lesnum mínútum. Á yngsta stiginu var það 3. bekkur sem sigraði og fær hann að launum frjálsa stund með umsjónarkennara sem hann ætlar að nýta í heimilisfræðistofunni. Á miðstigi var það 5. og 6. bekkur sem sigraði (samkennsluhópur) og fær hann að launum að baka pítsu með umsjónakennara. Á unglingastigi sigraði 8. bekkur með yfirburðum – sitt stig sem og allan skólann. Fær hann sömu verðlaun og nemendur á miðstigi. Til gamans látum við niðurstöðurnar fylgja myndrænt með. Þó lestrarátaki sé lokið höldum við að sjálfsögðu áfram að lesa – heima sem og í skólanum, því lestur er jú undirstaða alls náms!

Berglind Axelsdóttir skólastjóri GSS