Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Lífrænt ræktað eyjalamb – réttur fyrir einn

Komið þið sæl, fyrst stjúpa mín hún Anna Reynisdóttir skoraði á mig að koma með uppskrift fór ég á fullt að skoða allar uppskriftabækurnar bækurnar mínar sem eru 3 talsins. En þar sem ég hef aldrei eldað neitt uppúr þeim áhvað ég að setja hér inn uppáhalds réttinn minn sem er að sjálfsögðu lífrænt ræktað eyjalamb, réttur fyrir einn. Ég tek hálfan lambahrygg úrbeina hann þannig að það verði að 2 stykkjum af file. Ég er búin að láta ofnin hitna í ca 180°C. Ég set svo kjötið í eldfast mót og krydda það með salt og pipar og einhverju fleiru sem ég finn í hilluni. Set þetta svo í ofnin í 20 til 30 mín. Hef svo með þessu soðnar kartöflur, salat og rauðkál og sveppasósu. Ég set smá vatn í pott og einn grænmetis súputening og læt teninginn leysast upp í vatninu, sett svo tvo poka af Blå Band sósudufti, 1/2 l. af rjóma og einn piparost. Öllu sullað saman og látið sjóða og saltað og piprað eftir smekk.

Ég ætla svo að enda þetta með því að skora á hana systur mína Önnu Margréti Pálsdóttur að senda uppskrift í næsta blað.

Kristinn Már Pálsson