Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Lionsklúbbur Stykkishólms lætur gott af sér leiða

Hjólastóll-sjúkrah 13.05 (3)Lionsklúbbur Stykkishólms er að ljúka starfsári sínu. Klúbburinn hefur starfað í 48 ár og hefur starfið gengið vel í vetur. Hestu fjáraflanir klúbbsins eru útgáfa Lionsdagatalsins og blómasölur. Íbúar í Stykkishólmi hafa tekið Lionsmönnum vel þegar þeir hafa bankað á dyrnar með varning sinn. Markmið Lions er að láta gott af sér leiða fyrir sitt samfélag og á öðrum stöðum eftir getu. Í síðustu viku færði Lionsklúbburinn St. Fransiskusspítalanum að gjöf vandaðan hjólastól og með honum fylgdi sérstök sessa sem er einstaklega þægileg og hjálpar að veita einstaklingi góða setstöðu.
Lionsklúbburinn ákvað líka að svara kalli um neyðaraðstoð við íbúa Nepal vegna afleiðingar náttúruhamfaranna fyrir stuttu. Þar er þörf. Lionsklúbburinn lagði fram 300.000 kr í söfnunina og hefur þeim peningum verið komið í hendur þeirra sem annast hjálparstarf í Nepal.
Þessar gjafir er m.a árangur af starfi Lionsklúbbsins í vetur. Klúbbfélagar þakka bæjarbúum fyrir hlýhug á liðnum árum

Gunnlaugur Árnason