Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Ljóðalestur á degi íslenskrar náttúru

Á degi íslenskrar náttúru, mánudaginn 16. september, býður þjóðgarðurinn Snæfellsjökull upp á ljóðalestur í þjóðgarðinum. Farið verður með rútu um þjóðgarðinn, lesin ljóð og áð á nokkrum stöðum þar sem skilti með ljóðum hafa verið sett upp.

Á degi íslenskrar náttúru, mánudaginn 16. september, býður þjóðgarðurinn Snæfellsjökull upp á ljóðalestur í þjóðgarðinum. Farið verður með rútu um þjóðgarðinn, lesin ljóð og áð á nokkrum stöðum þar sem skilti með ljóðum hafa verið sett upp.

Mæting er við gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum kl. 14:30 og endar ferðin þar, rúmum tveimur tímum síðar. Allir eru velkomnir.

Ferðin er lokapunktur á verkefninu Ljóð í náttúru sem er samstarfsverkefni þjóðgarðsins og sjávarrannsóknarsetursins Varar. Verkefnið var styrkt af Menningarráði Vesturlands.

Nánari upplýsingar veitir þjóðgarðurinn Snæfellsjökull í síma 436 6860, 591 2000.                                   (Fréttatilkynning)