Miðvikudagur , 19. desember 2018

Lýðræði er svarið

Á yfirborðinu virðist Ísland vera þróað, lýðræðisríki. Maður þarf þó ekki að kafa djúpt til að sjá og skilja að það er í raun blekking. Við erum komin mun styttra í lýðræðislegum þroska. Saga lýðveldisins Íslands er ekki löng. Við vorum nýlenda öldum saman og sá veruleiki virðist hafa haft dýpri og meiri áhrif á okkur en margir vilja viðurkenna. Oft finnst mér sem Íslendingar virðist almennt upplifa sig valdalausa. 

Fyrir rétt rúmlega tvö hundruð árum yfirtók Jörundur hundadagakonungur landið með því að handtaka Trampe greifa og hengja upp miða á nokkurra daga fresti í miðbæ Reykjavíkur. Þar stóð meðal annars Ísland er laust og liðugt frá Danmerkur Ríkisráðum. Og það varð; Íslendingar voru um stund lausir undan oki nýlenduherranna. 

Lýðræði er svarið

Á yfirborðinu virðist Ísland vera þróað, lýðræðisríki. Maður þarf þó ekki að kafa djúpt til að sjá og skilja að það er í raun blekking. Við erum komin mun styttra í lýðræðislegum þroska. Saga lýðveldisins Íslands er ekki löng. Við vorum nýlenda öldum saman og sá veruleiki virðist hafa haft dýpri og meiri áhrif á okkur en margir vilja viðurkenna. Oft finnst mér sem Íslendingar virðist almennt upplifa sig valdalausa. 

Fyrir rétt rúmlega tvö hundruð árum yfirtók Jörundur hundadagakonungur landið með því að handtaka Trampe greifa og hengja upp miða á nokkurra daga fresti í miðbæ Reykjavíkur. Þar stóð meðal annars Ísland er laust og liðugt frá Danmerkur Ríkisráðum. Og það varð; Íslendingar voru um stund lausir undan oki nýlenduherranna. 

En hvað svo? Tveimur mánuðum síðan undirritaði embættismannastéttin yfirlýsingu sem ógilti auglýsingar Jörundar og þjóðin varð aftur undir stjórn Dana. Og hvað gerðu landsmenn í því? Ekki neitt. Hversu auðvelt hefði það verið skerast í leikinn? Sennilega hefði ekki þurft mikið til þess.

Hefur þetta breyst mikið á síðustu tvö hundruð árum? Hefur fólkið tekið völdin í sínar hendur? Við gerðum það í janúar 2009 en ætlum við virkilega að afsala okkur þeim aftur? 

Við leyfum stjórnmálamönnum að komast upp með loforðaflaum í aðdraganda kosninga en svik daginn eftir. Því verður að linna. 

Staðreyndin er sú að í litlu samfélagi geta einstaklingar haft mikil og sterk áhrif. Það eina sem þeir þurfa að gera er að rísa upp og láta til sín taka. Því að vera borgari fylgja ekki einungis réttindi heldur líka skyldur. Sem borgarar berum við ábyrgð á að grípa í taumana þegar stjórnmálamenn eru úti á túni eða vilja ekki lúta þjóðarvilja.

Allt vald er komið frá fólkinu. Við framseljum það einungis tímabundið til fulltrúa okkar á Alþingi og við eigum að gera þá kröfu að þeir standi við orð sín, standi við gefin loforð. Við eigum að gera þá kröfu að þeir vinni að þjóðarhag en ekki í þágu sérhagsmunaafla, hvaða nafni sem þau nefnast eða í þágu eigin hagsmuna.

Fyrir síðustu Alþingiskosningar lofuðu fjögur þeirra framboða sem náðu kjöri endurskoðun á stjórnarskránni. Þau fjögur hlutu samtals 76,3% atkvæðanna. Auk þess sagðist Sjálfstæðisflokkurinn vilja vinna áfram að breytingum á stjórnarská og flokkurinn tók þátt í upphafi þess ferlis sem við sjáum nú fyrir endan á. 

Eigum við ekki að gera þá kröfu að þeir standi við stóru orðin?

Margrét Tryggvadóttir, 1. sæti á lista Dögunar Suðvestur kjördæmi.