Það vakti athygli í leik Snæfells og Þórs að allir leikmenn Snæfells komu inn á.  Það sem var þó e.t.v. ánægjulegast var að fyrirliðinn sjálfur Lýður ,,Vaffari” Vignisson kom inn á og spilaði nokkrar mínútur.  Það er góðs viti fyrir Snæfellingana fyrir komandi leiki á móti KR að hann sé kominn í slaginn af alvöru.

Lýður fyrirliði meistaraflokks Snæfells í stuttu spjalli

Það vakti athygli í leik Snæfells og Þórs að allir leikmenn Snæfells komu inn á.  Það sem var þó e.t.v. ánægjulegast var að fyrirliðinn sjálfur Lýður ,,Vaffari” Vignisson kom inn á og spilaði nokkrar mínútur.  Það er góðs viti fyrir Snæfellingana fyrir komandi leiki á móti KR að hann sé kominn í slaginn af alvöru.

Það vakti athygli í leik Snæfells og Þórs að allir leikmenn Snæfells komu inn á.  Það sem var þó e.t.v. ánægjulegast var að fyrirliðinn sjálfur Lýður ,,Vaffari” Vignisson kom inn á og spilaði nokkrar mínútur.  Það er góðs viti fyrir Snæfellingana fyrir komandi leiki á móti KR að hann sé kominn í slaginn af alvöru. 
Það leit ekki vel út með Lýð á tímabili en hann virðist vera að koma til.  Það er mikilvægt að hafa alla reynsluboltana  með þegar komið er inn í úrslitakeppnina og spennan fer á suðumarkið í hverjum leik.  Þó það verði nú að vísu að viðurkennast að Snæfellingar hafa nú töluvert verið að æfa sig í því að spila undir mikilli spennu þar sem úrslit þó nokkurra leikja þeirra, hafa ekki ráðist fyrr en á síðustu sekúndunum.   

   En hvað sagði Lýður sjálfur, tíðindamaður Stykkishólms-Póstsins hitti hann og aðra leikmenn og stuðningsmenn Snæfells eftir leikinn á móti Þór þar sem þeir sátu á Narfeyrarstofu og mærðu magann í tilefni þess að deildarkeppninni var lokið.

   Það lá beinast við að spyrja fyrirliðann fyrst að því hvort hann væri kominn á skrið í körfunni eða hvort meiðslin væru endanlega búin að gera út um það að hann gæti verið á fullu í körfuboltanum.

Hvernig er það Lýður er þetta búið hjá þér?
Nei,nei, ég spilaði nú nokkrar mínútur núna (á móti Þór), þær hefðu að vísu mátt vera fleiri en það verður að skrifast sem þjálfarmistök.

Hvað heldurðu að þú getir spilað margar mínútur í leik?
Ég veit það ekki, 15 mínútur kannski en það kemur bara í ljós.  Maður verður bara að keyra sig út og sjá hvað maður þolir.

En er eitthvað komið á hreint með meiðslin?
Nei, nei, þetta er allt það sama bara, þetta sem kom upp á núna er í raun bara afturkippur eftir aðgerðina.  Það tekur bara lengri tíma að jafna sig.

En ef við snúum okkur að KR leikjunum, hvernig lýst þér á að fá KR í úrslitunum?
Heyrðu, jú mér líst bara vel á þá.  Við töpuðum að vísu báðum leikjunum í deildinni í vetur.  En það hefur held ég aldrei verið meira en 10 stig sem hafa skilið liðin að og við unnum þá kanalausir í Hópbílabikarnum með fjórum stigum.  Þannig að þetta hafa í raun verið leikir sem hafa ráðist á síðustu mínútunni.

Þannig að þú hefðir í raun viljað fá KR frekar en Skallgrím í úrslitunum?

Nei, í raun alveg sama.  Ég var nú að frétta það að KRingar vildu fá okkur í úrslitunum og það gefur manni eiginlega bara blóð í munninn og enn ákveðnari í að vinna þá.

 
En hvernig spáir þú að viðureignin fari?

Eigum við ekki að sega að við tökum það í þremur.