Málefnaleg umræða eða ekki

Tæplega er hægt að segja að fólk hafi verið málefnalegt í skrifum sínum til þessa vegna komandi kosninga. Réttast væri að láta þessi skrif og annað um-tal sem vind um eyrun þjóta en í mínum huga eru þessi mál huga bara alltof alvarleg til að svo megi verða.

Tæplega er hægt að segja að fólk hafi verið málefnalegt í skrifum sínum til þessa vegna komandi kosninga. Réttast væri að láta þessi skrif og annað umtal sem vind um eyrun þjóta en í mínum huga eru þessi mál huga bara alltof alvarleg til að svo megi verða.
     Dagfarsprúða manneskju tel ég mig vera, en nú er þó svo komið að fram af mér er gengið. Vonandi verða orð mín hér í póstinum skýr skilaboð til þeirra sem á pennunum halda, það er erfiðara að byggja upp en rífa niður. Sár er ég og svekkt, ég sem hef stundað hér atvinnurekstur s.l. 14 ár hlýt að taka til mín þau skrif sem hafa farið fram á síðum blaðsins, hélt satt að segja að það starf hafi verið einhvers virði fyrir bæjarfélagið. Fyrir mína hönd og þeirra sem ég þekki til í rekstri, hafna ég þessum róg-skrifum alfarið. Við munum vissulega reyna að halda okkar striki og vonandi ná að hrista þessa óáran af okkur. Hef sagt að þeir sem rógin út breiða, bera sjálfir þyngstu byrðarnar sem og viðhlæjendur þeirrar. 
      Hvert bæjarfélag þarf á eins fjölbreyttum atvinnumöguleikum á að halda og hægt er, allir bæjarbúar þurfa vinnu, en hverjir eiga að skaffa vinnuna ef berja á endalaust með róg og mannorðsmeiðingum á þeim sem atvinnurekstur hér stunda?  Hverjir eru tilbúnir að taka við og byggja upp aftur það sem markvisst er reynt að rífa niður. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu í aðdraganda kosninga að það þyrfti að verja atvinnurekendur og rekstur þeirra hér í bæ vegna skrifa umboðsmanns frambjóðenda L listans, svo mikilvægt hélt ég að hvert einasta starf væri fyrir bæjarfélagið. Þurfum við virkilega ekki á öllum viljugum og vinnandi höndum á að halda? Metnaður minn og sýn fyrir bæinn okkar er áframhaldandi framþróun og uppbygging, en ekki stöðnun.  Framtíðarsýn L listans er greinilega önnur ef þetta er það sem koma skal, rógur er síst til þess fallinn að efla bæinn okkar og mannlífið hér.
Ég mun taka sjálfstæða og upplýsta ákvörðun þegar ég vel það fólk sem ég tel hæfast til að vinna fyrir og fara með stjórnun bæjarfélagsins. 

                                                                                                               Sesselja Pálsdóttir