Málefnavinna D-lista

Núna er málefnavinnan komin á fullt skrið og á laugadaginn  funduðum við um stjórnsýsluna.

Núna er málefnavinnan komin á fullt skrið og á laugadaginn  funduðum við um stjórnsýsluna. Á fundinum var rætt um að setja þyrfti verklagsreglur um ýmsar stjórnsýsluaðgerðir, hvernig væri hægt að tryggja gæði þjónustunnar og gæta jafnræðis íbúanna. Hvernig væri hægt að hagræða og minnka tilkostað við stjórnsýsluna. Bæta þyrfti upplýsingastreymi frá stjórnsýslunni með reglulegum fréttum, og eins að fundargerðir nefnda fari strax á netið þegar fundi lýkur og hafa eigi fundargerðir bæjarstjórnar læsilegar.  
     Þá var rætt um aukið samstarf sveitarfélaga á Nesinu t.d. í brunamálum, byggingarfulltrúamálum, æskulýðsmálum og forvörnum, sorphirðu og fl.  Rætt var um hvort við ættum að taka upp gæða-stýringarkerfi  og árangursstjórnun í stjórnsýslunni og margt fleira. 
     Fólk hefur verið duglegt að koma með ábendingar, gagnrýni og tillögur til okkar sem erum á listanum.  Þó nokkrir hafa  sent okkur tölvupóst sem er mjög góð leið til að koma skoðunum sínum á framfæri.  Þótt að við á listanum skiptum með okkur  umsjón með sérstökum málaflokkum þá er okkur ekkert óviðkomandi varðandi aðra málaflokka.  Þitt fólk á D-listanum er tilbúið að vinna með þér.
                                                                                                                                               Símon sjöundi