Málefnavinnan

Félagshyggjuframboðið í Stykkishólmi hefur að undanförnu verið með fundi um stefnumál framboðsins.

Ágætu lesendur.
Það er rétt að upplýsa bæjarbúa um þá vinnu sem er í gangi hjá félagshyggju framboðinu í bænum.En síðast liðin laugardag var haldin fundur um skipulags og byggingamál.
Þar var vel mætt og mikið rætt um þau deiliskipulög sem eru í vinnslu og eru að komast á það stig,miðbærinn ásýnd hanns og hvað þar á að vera og hvað rúmast þar en safna málin komu þar inn í umræðuna og margar hugmyndir litu dagsins ljós. Lóðamál,úthlutanir lóða,og ekki úthlutanir lóða,lóðir undir atvinnustarfsemi,lóðir undir sumarbústaði fyrir almenning og verktaka þarf að taka til endurskoðunar. Margt fleira var rætt á fundinum og er nú verið að vinna samantekt á vinnu fundarinns og á að kynna hana næstkomandi laugardag að lokinni umræðu um skólamál og fræðslumál og sitthvað fleira.
Lesandi góður látum lýðræðið virka, tökum þátt í umræðunni og leggið ykkar lóð á vogaskálarnar.
Fyrir hönd félagshyggjuframboðs.