Meiri stöðugleiki – Bjartari Framtíð

Ég er í 7. sæti framboðslista Bjartrar framtíðar í norðvesturkjödæmi.  Ég ákvað að taka sæti á listanum vegna þess að mig langar að taka þátt í að breyta vinnubrögðum í stjórnmálum og íslensku þjóðfélagi.  Ég er gift, tveggja barna móðir, grunnskólakennari að mennt og er búsett í Borgarbyggð.  Ég og maðurinn minn erum bæði í vinnu.  Ég á ekki hús, ég á ekki nýjan bíl, ég hef aldrei tekið mér lán fyrir nýjum húsgögnum og ég fer ekki  utanlandsferðir. Ég á tvo gamla bíla, gamalt hesthús og nokkra hesta. Ég skulda námslánin mín og lítið lán fyrir hesthúsi.

Hvernig stendur á því að um hver mánaðarmót duga tekjur okkar tveggja varla til að reka heimilið.   Af hverju þarf það að vera svona dýrt að lifa hér á landi.  Eiga ekki tvær fullorðnar manneskjur í fullri vinnu að hafa það bara ágætt.  Nú virðist sem framundan sé allt óskaplega bjart því nú er  er kominn tími kosningaloforðanna.  Allir tala um hvernig hægt er að bjarga íslensku þjóðinni og það á mjög auðveldan hátt.  Ábyrgð þessara frambjóðenda er mjög mikil.   En hvað þurfum við sem hér búum?  Hvað er það sem kæmi okkur best?   Það sem við þurfum er stöðugleiki.  Við þurfum að klára viðræðurnar við Evrópusambandið því  það verður aldrei sátt um það að hætta ferlinu.  Treystum borgurum þessa lands til að taka lýðræðislega ákvörðun.

 

Ég er í 7. sæti framboðslista Bjartrar framtíðar í norðvesturkjödæmi.  Ég ákvað að taka sæti á listanum vegna þess að mig langar að taka þátt í að breyta vinnubrögðum í stjórnmálum og íslensku þjóðfélagi.  Ég er gift, tveggja barna móðir, grunnskólakennari að mennt og er búsett í Borgarbyggð.  Ég og maðurinn minn erum bæði í vinnu.  Ég á ekki hús, ég á ekki nýjan bíl, ég hef aldrei tekið mér lán fyrir nýjum húsgögnum og ég fer ekki  utanlandsferðir. Ég á tvo gamla bíla, gamalt hesthús og nokkra hesta. Ég skulda námslánin mín og lítið lán fyrir hesthúsi.

Hvernig stendur á því að um hver mánaðarmót duga tekjur okkar tveggja varla til að reka heimilið.   Af hverju þarf það að vera svona dýrt að lifa hér á landi.  Eiga ekki tvær fullorðnar manneskjur í fullri vinnu að hafa það bara ágætt.  Nú virðist sem framundan sé allt óskaplega bjart því nú er  er kominn tími kosningaloforðanna.  Allir tala um hvernig hægt er að bjarga íslensku þjóðinni og það á mjög auðveldan hátt.  Ábyrgð þessara frambjóðenda er mjög mikil.   En hvað þurfum við sem hér búum?  Hvað er það sem kæmi okkur best?   Það sem við þurfum er stöðugleiki.  Við þurfum að klára viðræðurnar við Evrópusambandið því  það verður aldrei sátt um það að hætta ferlinu.  Treystum borgurum þessa lands til að taka lýðræðislega ákvörðun.    Ef við náum góðum samningi mun þjóðin samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu nú ef ekki þá verður hann felldur.   Að hafa þetta mál hangandi yfir okkur skapar aðeins sundrung og óstöðugleika. Til að skapa stöðugleika þurfum við líka að vinna saman, tala saman,  en ekki vera alltaf á móti hugmyndum sem eru ekki komnar frá okkur sjálfum eða okkar flokki.  Það þarf samráð milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélag, atvinnulífsins, launþega, fjármálageirans og svo má lengi telja.  Fulltrúar þessara aðila þurfa að setjast niður og setja sér langtímamarkmið og ákveða hvar umbóta er helst þörf. Þeir þurfa að viða að sér öllu því besta  sem lagt er fram og framfylgja því ekki bara í eitt kjörtímabil heldur til framtíðar.   Það minnkar óvissu okkar allra.   Við þurfum að nýta okkur alla þá krafta sem býr i þjóðinni.  Ég treysti Bjartri framtíð mjög vel til þess að hlusta á Íslendinga og vinna að framgangi allra sem á Íslandi búa ekki síst landsbyggðarfólksins.  Björt framtíð vill meiri stöðugleika, meiri sátt, minna vesen og minni sóun.  Settu X við A í komandi kosningum þá verður framtíð okkar allra bjartari.

Eva Símonardóttir

7. sæti lista Bjartrar framtíðar í norðvesturkjördæmi