Menningarsamfélagið Stykkishólmur

Hér viljum við hafa hin ýmsu söfn til að stuðla að bættri menningu og gera þetta að virtu menningarsamfélagi svo að heimsbyggðin flykkist hingað til að njóta þess sem við höfum upp á að bjóða t.d. byggðasafn, vatnasafn, eldfjallasafn , sýsluskjalasafn, bátasafn og Amtbókasafn

Hér viljum við hafa hin ýmsu söfn til að stuðla að bættri menningu og gera þetta að virtu menningarsamfélagi svo að heimsbyggðin flykkist hingað til að njóta þess sem við höfum upp á að bjóða t.d. byggðasafn, vatnasafn, eldfjallasafn , sýsluskjalasafn, bátasafn og Amtbókasafn

      Ég get ekki orða bundist lengur varðandi hvað við erum sjálf dugleg að sækja þá menningarlegu viðburði sem við sjálf erum að skapa og bjóða samborgurum okkar að sækja og njóta. Í því sambandi langar mig að taka fyrir síðastliðin tvö leikverk sem að Leikfélagið  Grímnir hefur sett upp.

      Fiðlarinn á þakinu var settur upp síðast liðið vor og var það stórkostleg sýning að allra mati sem komu og sáu, að Fiðlaranum stóðu um 67 manns og var þetta mikið í ráðist og þótti mörgum nóg um þá bjartsýni að ráðast í verk að þessari stærðargráðu en allt er þetta hægt ef menn taka saman höndum og ætla að láta það ganga en þetta reynir  á meðan á því stendur en menn uppskera þegar að sýningu kemur og þetta lifir með manni um alla framtíð að hafa tekið þátt í svona verkum. Sýningargestir urðu 800 og þar af voru innan við 350 af bæjarbúum  og voru þó nokkrir af bæjarbúum sem komu allt upp í þrisvar, nágrannar okkar hér utar á nesinu fylltu heildartöluna fyrir utan nokkra sem komu sérstaklega úr Reykjavík bara til að sjá Fiðlarann. 

      Eftir að Fiðlaranum lauk vorum við nokkuð ákveðin í að taka verk sem að myndi höfða til yngri kynslóðarinnar sem  var með okkur í „Fiðlaranum” og eins til að fá enn fleiri úr þeirra hópi.  Fór það fram úr björtustu vonum og samanstóð hópurinn af  ungu fólki frá Stykkishólmi, Helgafellssveit og Grundarfirði, það voru nú ekki mörg verk sem komu til greina en okkur fannst “Brúðkaup Tony og Tinu” áhugaverðast fyrir þennan hóp,  en að sama skapi dálítil áhætta fyrir þær sakir að þetta byggist upp á spuna og flestir eru að stíga sín fyrstu spor á leiklistar-brautinni, en spunaverk krefjast oftast leikreynslu. Að mínu mati þá standa þau fyllilega undir væntingum og er alveg frábært að sjá hvað allir leikararnir höfðu virkilega gaman af þessu og  hvað yngri og eldri leikendur náðu vel saman, eins hvað leikgleðin var ríkjandi. Auðvitað er aldrei hægt að gera svo öllum líki og sitt sýnist hverjum með tímalengd, efnisval og fl.  Með lengd verksins þá var lagt upp með  að þetta yrðu um tvær klukkustundir en það hefur teigst aðeins úr því og get ég alveg fallist á að það hefði kannski mátt stytta sum atriðin örlítið.  Þetta verk hefur að vissu leiti dálítið forvarnargildi, það byrjar á brúðkaupi og svo er brúðkaupsveislan í framhaldi af því og leiðist hún út í fyllerí og fer dálítið úr böndunum eftir því sem á líður en í endann á leikritinu koma upp þær vangaveltur hvort að þetta sé það sem þau virkilega vilji og er raunin ekki sú.

      Unglingar eru gjarnan miklu frjórri,móttækilegri og mótanlegri heldur en þeir sem eldri eru og því ætti það ekki síður að vera áhugavert að koma og styðja við bakið á þeim í því sem þau eru að gera og vona ég að þó að það hafi verið dræm aðsókn núna hafi það ekki áhrif á áhuga þeirra við að halda þessu starfi áfram. Ég held ég geti talað fyrir munn allra sem eru í stjórn Grímnis og þeirra sem standa að þessari sýningu hvað það hefur verið ánægjulegt að starfa með þessum hóp og sjá hvað þau hafa vaxið og dafnað á tímabilinu .

      Það mætti kannski geta þess að þeir unglingar sem tóku þátt í “Fiðlaranum á þakinu” fengu 3 einingar metnar inn í fjölbrautarskólann og væntanlega fá þeir sem tóku þátt í þessu verkefni eitthvað álíka en þeir eru búnir að skila um 250 tímum hver í þessu verki.

      Nú erum við búin að sýna þetta sex sinnum og það eru komnir um 255 manns og þar af eru um 150 manns bæjarbúar. Mér finnst þetta hlutfall síðastliðinna tveggja ára dálítið athyglisvert  og finnst mér miður að sjá þessa þróun í aðsóknum og  þá sérstaklega hvað snýr að bæjarbúum á þessa menningarviðburði sem er verið að skapa hér heima fyrir, eða hvað finnst ykkur..

     Ég hef þá trú og von að bjartsýnin nái tökum á okkur með haustinu og vonast til að fleiri sjái sér fært og hafi löngun til að koma og njóta þess sem við komum til með að bjóða upp á þá og að lokum vil ég þakka þeim sem komu og sáu

 

                                                                                         Þorgrímur Vilbergsson.