Merktir æðarfuglar

Við hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi byrjuðum að merkja æðarfugla með sendi-tækjum sumarið 2014 í Landey, alls 36 fugla. Senditækin eru lítil tæki (1 x 1 cm), sem nema lengd sólarljóss og þannig náum við að meta ferðir fuglana. Til þess að hægt sé að ná í þessar upplýsingar þarf að handsama fuglinn aftur á hreiðri. Við viljum beina til fólks ef það finnur dauða merkta æðarfugla að koma merkjunum til okkar. Sérstaklega biðjum við grásleppusjómenn að láta okkur vita af merktum æðarfuglum. Hægt er að hafa samband í síma 865-2687 eða 433-8117.
sp@anok.is