Mexíkóskt lasagne Sigrúnar

12243331_10207106657818348_2015283335762952268_nTakk Hrefna mín að skora á mig.
Þetta lasagne er mjög vinsælt heima hjá mér.

Mexíkóskt lasagne.

Hráefni:
Tortillakökur
500 gr. nautahakk (eða svínahakk ég nota það oft)
1 poki taco krydd um 35 gr.
1 dl vatn
450 -500 gr. salsasósa
rifinn ostur.

Aðferð:
Gott er að byrja að hita ofninn í 180 gráður og smyrja eldfast mót og setja tortillaköku í botninn. Steikja hakkið vel setja svo kryddið út á blanda því vel og svo er sett vatnið og það soðið þar til vökvinn er að mestu uppurinn, þá er salsasósan sett út á og látið malla í 2-3 mínútur. Þegar þetta er svo tilbúið þá er komið að því að setja þetta í eldfastmót, smá hakk er sett á tortillakökuna sem var búið að setja í mótið eftir það er sett aftur tortillabrauð þetta er endurtekið þar til hakkið er búið endað er að setja tortillaköku ofan á og ostur þar á, svo er þetta sett í ofninn þangað til að osturinn er orðin gullinbrúnn. Gott er að bera þetta fram með fersku salati og smábrauði.

Ég skora á samstarfskonu mína hana Ósk að koma með uppskrift í næsta blað.

Sigrún Þorgeirsdóttir