Mostri körfuboltadeild 2007- Yfirlit

Ég vill byrja á því að óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla. Árið 2007 hjá Mostra var bara nokkuð gott.

Ég vill byrja á því að óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla. Árið 2007 hjá Mostra var bara nokkuð gott.
       Frumraun okkar í 2.deild var síðasta tímabil þar sem við vorum grátlega nálægt því að komast í úrslitakeppnina þar sem kærumál um ólöglega leikmenn hjá öðrum liðum þýddi það að annað lið komst upp fyrir okkur í riðlinum og við ekki áfram í úrslitakeppnina. En við vorum nokkuð sáttir með þetta tímabil, sérstaklega eftir áramót þar  sem við töpuðum bara 1 leik.  Sá leikur var á móti KR b, þar sem hinn síglaði Birgir Mikaelsson leikur.

       Það urðu smá mannabreytingar fyrir tímabilið 07/08 þar sem hinn gullmyndarlegi drengur Bjössi Kolla yfirgaf félagið um stund (já ég sagði um stund Bjössi) þar sem hann er að sleikja sólina útá hafi, svo var það líka baráttuhundurinn hann Haddi Raggi sem hafði ekki tíma í svona vitleysu. En við vorum ekki lengi að finna menn til að leysa þá af. Við urðum náttúrulega að fá sjómann fyrir sjómann þannig við fengum Ásmund, svo tók Andrés bróðir sinn hann Hjalta og hafa þeir bara komið vel út þó þeir séu ennþá bara á lausasamning.

       Að tímabilinu, við höfum verið að spila nokkuð vel á þessu tímabili (ekki fallega). Mostri hefur ekki ennþá tapað leik í deildinni, og við ætlum að reyna að halda því þannig. Þannig á árinu höfum við aðeins tapað 1 leik í deildinni, sem við erum bara mjög sáttir við. En ég verð víst að nefna það að við töpuðum nú samt 2 leikjum í bikarnum á árinu. Fyrst voru það strákarnir í FSu á síðasta tímabili sem gerðu okkur lífið leitt með því að láta okkur hlaupa. Svo var það  hinn eftirminnilegi ÍR leikur sem var hérna heima og Hólmarar mættu svo vel á.

       En núna á nýju ári verðum við að svekkja ykkur með því að hinn stórglæsilegi leikmaður Ísak Hilmarsson er að yfirgefa okkur til framandi heima og við óskum honum alls hins besta í því en….. samningar eru í gangi (þó gangi illa) um að fá hinn óviðjafnanlega Róbert Árna Jörgensen til að taka fram skóna að nýju og spila með Mostra og vonum við og örugglega þið að það gangi eftir.

       En annars viljum við þakka þann ótrúlega stuðning sem við höfum fengið í Hólminum, hvert sem litið er, dómarar, fólkið í stúkunni, starfsfólkið í húsinu, fólkið sem leyfir okkur að hengja upp auglýsingar, stuðningsaðilarnir og allir hinir.


                                                       En nóg af bulli, takk fyrir árið.

                                                       Fyrir hönd Mostra,
                                                       Arnþór Pálsson.