Myndlistarval Grunnskólans í Stykkishólmi 201

Fjöldi nemenda sem stunda nám í myndlistavali skólaárið 2012-´13 var 13 og koma þeir úr 8., 9. og 10. bekk.

Meginmarkmið hjá nemendum þetta skólaárið tengist veðri, veðrun og náttúruöflum. Var í því skyni haft samráð við safnstjóra norska hússins, ÖlmuDís Kristinsdóttur, þar sem hún kynnti fyrir nemendum tilgang og notkun safna og gildi þeirra í menntun þjóðarinnar. Nemendur skyldu heimsækja Eldfjallasafnið, Norska húsið og Vatnasafnið og vinna verk tengd þessum heimsóknum. 

Áður en nemendur fóru í Eldfjallasafnið, sem var fyrsta heimsóknin, þá höfðu þeir málað rigningamynd og tengist það verkefni veðurrannsóknum Árna Thorlacíusar í Norska húsinu.

Fjöldi nemenda sem stunda nám í myndlistavali skólaárið 2012-´13 var 13 og koma þeir úr 8., 9. og 10. bekk.

Meginmarkmið hjá nemendum þetta skólaárið tengist veðri, veðrun og náttúruöflum. Var í því skyni haft samráð við safnstjóra norska hússins, ÖlmuDís Kristinsdóttur, þar sem hún kynnti fyrir nemendum tilgang og notkun safna og gildi þeirra í menntun þjóðarinnar. Nemendur skyldu heimsækja Eldfjallasafnið, Norska húsið og Vatnasafnið og vinna verk tengd þessum heimsóknum. 

Áður en nemendur fóru í Eldfjallasafnið, sem var fyrsta heimsóknin, þá höfðu þeir málað rigningamynd og tengist það verkefni veðurrannsóknum Árna Thorlacíusar í Norska húsinu.

Haraldur Sigurðsson hinn þekkti eldfjallafræðingur og stofnandi eldfjallasafnsins tók á móti nemendum og fræddi þá um hvernig eldgos hafa áhrif á menningu og myndlist þeirra sem upplifa slíkar hamfarir. Hann sýndi nemendum fjölda myndverka sem í safninu eru og tengjast eldsumbrotum um allan heim. Var mikill fengur af þessari heimsókn sem gaf nemendum innblástur í næsta verkefni, sem var verk um eldgos og höfðu þeir val bæði um efni og aðferð.

Fyrir jólin aðstoðuðu nemendur við að færa Norska húsið í jólabúning með skrauti sem safnast hefur saman með tíð og tíma. Tengist sú vinna þó ekki veðrun nema á þann hátt hve tíminn hefur farið misvel með hlutina.

Næsta verkefni var heimsókn í Vatnasafnið. Þar teiknuðu nemendur útsýnið í góðu veðri. Teikningar þeirra voru skannaðar í tölvu og unnar þar áfram í myndvinnsluforriti.

Gunnar Gunnarsson, myndmenntakennari.

Afrakstur hópsins er til sýnis í Norska húsinu þessa dagana og er opnunartími auglýstur í blaðinu.  Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir