Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Norðurljósin 25. – 28. október

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í fimmta sinn í Stykkishólmi dagana 25. – 28. október 2018. Við leitum því að aðilum sem hafa áhuga á að standa fyrir viðburðum, sýningum, skemmtunum og gjörningum, hvort heldur sem eru einstaklingar, skólar, félagasamtök eða fyrirtæki.

Einnig þeim sem eru með hugmyndir eða hafa áhuga á að koma sér eða öðrum á framfæri. Við leggjum áherslu á að hátíðin sé sjálfbær og að bæjarbúar skemmti bæjarbúum og gestum. Endilega takið frá þessa daga í október og notið tækifærið og bjóðið gestum heim.

Við viljum benda á að Norðurljósin eru með facebooksíðu. Endilega sláið inn Norðurljósin og látið ykkur líka við síðuna. Á netfangið nordurljosin@stykkisholmur.is er hægt að koma með hugmyndir og ábendingar varðandi hátíðina eða til nefndarmanna.

Norðurljósanefnd 2018

Þórunn Sigþórsdóttir, s. 894-1421
Hjördís Pálsdóttir, s. 865-4516
Jóhanna Sesselja Jónsd., s. 867-4796                                                                                                                                         Nanna Guðmunsdóttir, s. 846-4975
Sigurður Grétar Jónasson s. 888-7795