Northern Wave

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í áttunda sinn helgina 16.-18. október næstkomandi í Grundarfirði.
Áður en að hátíðin hefst þann 15.-16. koma tæplega 30 kvikmyndargerðarmenn til Grundarfjarðar til að vera viðstödd vinnusmiðju sem að WIFT (Women in Film and Television) á Norðurlöndunum bíður upp á og kallast Surviving the Rabbit Hole en þar fá nemendur fræðslu í formi fyrirlestra og ráðgjöf fyrir komandi verkefni.
Hátíðin fer að mestu fram í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þar sem alþjóðlegar stuttmyndir eru sýndar föstudag og laugardag en á sunnudeginum eru sýndar íslenskar stuttmyndir en þá fer verðlaunaafhendingin fram. Á föstudagskvöldinu eru íslensk tónlistarmyndbönd sýnd á veitingarstaðnum Rúben og áhorfendur kjósa um besta tónlistarmyndbandið. Í kjölfarið stígur Sesar A á stokk og opnar fyrir kareokí sem mun standa fram á nótt.
Á laugardeginum  mun Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri leiða áhorfendur í gegnum reynslu sína af kvikmyndagerð og sýnd verða brot úr verkum (t.d. Óróa og Vonarstræti) og gerð myndana rædd.
Á laugardagskvöldið er svo fiskiréttakeppnin vinsæla sem er jafnframt lokahóf Rökkurdaga sem eru menningardagar Grundarfjarðar. Í keppt er um besta fiskiréttinn sem eru allir gerðir úr grundfirsku hráefni en skráning fer fram á heimasíðu hátíðarinnar hér http://www.northernwavefestival.com/skra-i-fiskirettakeppnina/
Í ár verða þrenn verðlaun. Aðalverðlaunin sem eru 40.000 króna peningaverðlaun, Dekurgjafabréf fyrir tvo í deluxe herbergi á Hótel Búðum auk 5 rétta kvöldverðar í boði kokksins  og gjafabréf fyrir tvo í 9 rétta kvöldverð á annað hvort Fisk- eða Grillmarkaðnum.
Hrefna Rósa Sætran og  Jon Favio Munoz Bang yfirkokkur Hótel Búða sitja í dómnefnd.
Í veislunni verður lifandi tónlist en listamaðurinn Frímann Kjerúlf kemur og spilar á svokallað ljósleiðaratæki í takt við tón-listina sem framkallar ótrúlegt sjónarspil en verkið var eitt af opnunaratriðum Vetrarhátíðar í Reykjavík.
Eftir fiskiveisluna verður dans-leikur með hljómsveitinni MilkyWhale á Rúben.