Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Nýjar reglur um lyfjaendurnýjun


Nýverið voru nýjar reglur teknar í gildi á öllum starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE). Reglur eru byggðar á niðurstöðum starfshóps er hafði það að leiðarljósi að draga úr notkun sterkra verkjalyfja, róandi lyfja og svefnlyfja. Upplýsingarnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu HVE: www.hve.is.

Lyfjaendurnýjun í síma á aðeins við um FÖST lyf.

Ekki verða afgreidd sýklalyf i lyfjaendurnýjun, panta þarf símatíma eða viðtalstíma á stöð.

Eftirritunarskyld lyf eins og sterk verkjalyf má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og þarf að koma á stöð í eftirlit amk. 1x i mánuði vegna þessa. Markmiðið verður að draga úr þeirri lyfjanotkun eins og hægt er.

Róandi- eða svefnlyf, má eingöngu endurnýja einn mánaðarskammt í einu og mest þrisvar sinnum.
Eftir það er nauðsynlegt að koma á stofu til læknis ef þörf er á áframhaldandi meðferð.

Allir sem nota lyf að staðaldri ættu að koma á stofu til læknis í eftirlit a.m.k. árlega.

Vinsamlegast farið ekki fram á annoð við læknaritara eða lækna þar sem um samræmdar reglur er að ræða til ad bæta gæði þjónustunnar.

Kristinn Logi Hallgrímsson
Yfirlæknir Heilsugæslustöðvar í Stykkishólmi