Ógn við lífríki sjávar

Athafnir manna hafa valdið því að nú fer styrkur koltvíoxíðs (CO2) ekki bara hækkandi í andrúmsloftinu, heldur einnig í hafinu. Hærri styrkur þess veldur því að sjórinn súrnar og ef fram fer sem horfir getur súrnun sjávar haft hrikalegar afleiðingar fyrir lífríkið. Vegna hennar eiga lífverur eins og skeljar, kórallar, ígulker og krabbadýr erfiðara með að viðhalda og mynda skeljar. Þetta getur haft keðjuverkandi áhrif upp lífkeðjuna og valdið hruni í öðru lífríki.

Hrönn Egilsdóttir varði nýlega doktorsritgerð sína um áhrif súrnunar á lífríki sjávar og mun fræða Hólmara og nærsveitunga um þetta mikilvæga efni í fyrirlestri á ráðhúsloftinu miðvikudaginn 15. febrúar, eins og fram kemur í auglýsingu í þessu blaði. Erindi Hrannar á erindi við allt áhugafólk um umhverfismál, lífríki sjávar og framtíðina.

Náttúrustofa Vesturlands