Okkar Stykkishólmur

Við viljum endilega þakka fyrir góðar viðtökur vegna skrifa okkar í síðasta Stykkishólmspósti og þakka fólki fyrir góðar og áhugaverðar samræður.
Það er nokkuð ljóst að mikill áhugi er fyrir þátttöku í sveitarstjórnarmálum með einum eða öðrum hætti. Fólk virðist hafa áhuga á breyttum stjórnarháttum og að forgangsröðun verði endurskoðuð. Við erum viss um að sama hvernig fer í vor þá verði breyting á.
Það er nefnilega þannig að sveitarstjórnarmál koma okkur öllum við og margir hafa á þeim skoðanir. Skipulagsmál og málefni sveitarfélagsins snerta okkur öll á einn eða annan hátt og því ættu allir að geta tekið þátt og þá sérstaklega í svona litlu samfélagi eins og okkar.
Við hvetjum ykkur til þess að láta í ykkur heyra og alltaf má hafa samband við okkur.

Agnes Sigurðardóttir og Björgvin Sigurbjörnsson