Ólík þök

olik thokSunnudaginn 24. maí mun Bára Gísladóttir kontrabassaleikari frumflytja ný verk fyrir kontrabassa með eða án rafhljóða í Vatnasafninu. Tónleikarnir bera yfirskriftina Ólík þök og eru hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykavík. Eins og nafnið gefur til kynna þá eru verkin byggð á þökum mismunandi borga. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og kostar 3.000 krónur á þá. Hvetjum við bæjarbúa til að fjölmenna og eiga saman notalega kvöldstund.

Hrönn Hinriksdóttir

Kynningarstjóri Listahátíðar