Opinn Lionsfundur

Á fimmtudaginn 27. október kl 20 verður opinn Lionsfundur fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi klúbbsins og jafnvel taka þátt í störfum hans. Lionsklúbbur Stykkishólms hefur starfað af krafti í 50 ár og verið áberandi í líknar og menningarmálum. Markmið Lions er að leggja góðum málefnum lið. Þá er ekki síður gefandi að vera í góðum félagsskap sem klúbburinn er. Fundir eru haldnir hálfsmáðarlega yfir veturinn þar sem rædd eru ýmis málefni, gestir flytja erindi og ýmislegt sér til gamans gert. Metnaður er fyrir því að passa upp á að góðar veitingar séu í boði á hverjum fundi. Félagar standa að nokkrum fjáröflunum og eins fara saman í ferðalög. Klúbburinn er tilvalinn til að kynnast samborgunum á nýjum og öðrum vettvangi. Í Lionsklúbbnum kynnast menn betur og eiga saman góðar stundir í góðra vina hópi. Lionsklúbburinn er gefandi félagsskapur og lætur um leið gott af sér leiða.

Vertu velkominn til okkar á fimmtudagskvödið og við tökum vel á móti þér.

F.h. Lionsklúbbs Stykkishólms

Agnar Jónasson, formaður. sími 893-7050