Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Ostasalat og hörfræsbollur

Ég ákvað að deila með ykkur vinsælu salati, sem ég býð gjarnan upp á.

 

Ostasalat

1 dós 10% sýrður rjómi

1 lítil dós majonnes (ég set frekar örlítið majonnes en meira af sýrða rjómanum)

ca 1/4 blaðlaukur eða eftir smekk

1 rauð paprika skorin í bita

1 græn paprika skoðin í bita

Blá og græn vínber skorin smátt

1 bræddur hvítlauksostur brytjaður smátt

1 bræddur mexíkóskur ostur brytjaður smátt.

Aðferð:

Öllu blandað saman og kælt.

Ég set stundum til pipar- eða pepperoni ostinn til tilbreytingar.

Set hér eina uppskrift af góðum bollum með

Hörfræsbollur (ca 20 stk.)

1/2 dl hörfræ

5 dl vatn

50 g ger 

1-2 msk olía

1/2-1 tsk slat

7 dl heilhveiti eða gróft spelt

4 dl hveiti eða fínt spelt

Hörfræ og vatn sett í pott. Blandan látin sjóða undir loki í 5 mín. og síðan kæld í 37°C.

Hörfræjunum og vatni hellt í skál.  Gerið brytjað út í (ég nota oftar þurrger)og látið leysast upp.  Olía, salt, og megnið af mjölinu hrært saman við. Hvolfið síðan deiginu á borð og hnoðið afgangnum af hveitinu saman við. 

Útbúið granna lengju og skerið hana niður í 20 sneiðar.  Leggið þær á plötu og látið þær hefast í 45 mín.

Bakið í miðjum ofni 225°heitum ofni í 10-12 mín.

 

Ég skora á Árþóru vinkonu mína að senda í næsta blað uppskrift sem án efa kætir bragðlaukana.

Með kveðju,

Sigurborg Leifsdóttir