Miðvikudagur , 19. desember 2018

Pascal Pinon með ókeypis tónleika í Grundarfjarðarkirkju

Hljómsveitin Pascal Pinon mun ferðast hringinn í kringum landið í sumar og halda tónleika í 5 kirkjum ásamt blásaratríói. Sunnudagskvöldið 30. júní ætla þær að vera með tónleika í Grundarfjarðarkirkju klukkan 20:00. Hljómsveitirnar munu fyrst koma fram í sitthvoru lagi og síðan saman. Leikin verða klassísk verk í bland við frumsamin. Verkefnið hlaut styrk úr tónlistarsjóði Kraums sem gerir það að verkum að frítt er inn á alla tónleikana og þeir sem hafa áhuga geta hlýtt á hugljúfa og fallega tónlist í fallegu umhverfi.

Hljómsveitin Pascal Pinon mun ferðast hringinn í kringum landið í sumar og halda tónleika í 5 kirkjum ásamt blásaratríói. Sunnudagskvöldið 30. júní ætla þær að vera með tónleika í Grundarfjarðarkirkju klukkan 20:00. Hljómsveitirnar munu fyrst koma fram í sitthvoru lagi og síðan saman. Leikin verða klassísk verk í bland við frumsamin. Verkefnið hlaut styrk úr tónlistarsjóði Kraums sem gerir það að verkum að frítt er inn á alla tónleikana og þeir sem hafa áhuga geta hlýtt á hugljúfa og fallega tónlist í fallegu umhverfi.

 

 

Um Pascal Pinon

 

Hljómsveitin Pascal Pinon samanstendur af tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum og var stofnuð árið 2009, þegar þær voru aðeins 14 ára gamlar. Þetta ár spiluðu þær á fjölmörgum tónleikum, m.a. á Innipúkanum og Iceland Airwaves, og tóku upp sína fyrstu plötu í gömlu húsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Útgáfutónleikar fóru fram í Norræna húsinu í nóvember 2009 en platan var alfarið unnin og gefin út af þeim sjálfum. Vorið 2010 gerðu þær samning við þýska útgáfufyrirtækið Morr Music í Berlín sem endurútgaf plötuna í desember sama ár á heimsvísu. Þær fylgdu henni eftir víðsvegar um heiminn, þá helst í Skandinavíu, Þýskalandi, Ítalíu, Kína og Japan, en Pascal Pinon hlaut styrk úr tónlistarsjóði Kraums árið 2011 til þess að kynna plötuna í S-Kína og Evrópu. Sumarið 2012 tóku systurnar upp aðra breiðskífu sína með Alex Somers (áður unnið með Jónsi, Sigur Rós og Rice boy sleeps) sem upptökustjóra og er sú plata nýútkomin. Hún hefur hlotið góða dóma bæði hérlendis og erlendis og munu þær sjá um kynningu á henni í Evrópu á næstu mánuðum. Pascal Pinon hefur komið fram í ýmsum formum, allt frá því að vera tvær systurnar upp í það að flytja lag með 40 manna kór á bakvið sig, en þær gerðu útsetningu fyrir tvö lög með Söngsveitinni Fílharmóníu á síðasta ári. Einnig hafa þær útsett fyrir klarinett kór og komið fram með tveimur yngri systrum sínum á Iceland Airwaves hátíðinni í fyrra.

 

Um Blásaratríóið

 

Blásaratríóið var stofnað í febrúar árið 2012 og er skipað tveimur nemendum Tónlistarskólanns í Reykjavík, þeim Áslaugu Rún Magnúsdóttur (klarinettu), Bryndísi Þórsdóttur (fagott) og Björgu Brjánsdóttur ( flauta) en hún hóf nýverið nám við Tónlistarskólann í Osló. Tríóð hefur komið fram á tónleikum skólans og í veislum og spilað í þeim verk eftir Beethoven Iber, Haydn, Bach og fleiri.