Páskapítrómótið

Páskamótið í pítró var haldið miðvikudaginn 28. apríl og var spilað á Skildi. Ágæt þátttaka var á mótinu og mættu 26 spilarar. Spilað var í tveim riðlum. Úrslitin urðu sem hér segir: Í þriðja sæti urðu hjónin Guðrún Harpa Gunnarsdóttir og Jón Sævar Baldursson. Í öðru sæti urðu hjónin Anna Reynisdóttir og Páll Aðalssteinsson en sigurvegarar urðu vinirnir Guðmundur Helgi Þórsson og Steindór Þorsteinsson. Af þessu má sjá að Pítróin góða er ágætt spil fyrir hjón og vini til að eiga góðar stundir og stilla saman strengi. Mótið var haldið, líkt og verið hefur, í samvinnu milli BB og sona og Lárusar Hannessonar. Búið er að stofna facebook síðu þar sem þeir sem áhuga hafa á spilinu geta skráð sig inná. Við viljum þakka þeim sem tóku þátt og sérstakar þakkir sendum við til staðarhaldara á Skildi fyrir aðstoðina og lánið á húsnæðinu.

F.h. mótshaldara, Lárus Ástmar Hannesson