Pekanhnetugóðgæti

Takk Erla mín fyrir áskorunina.
Hér kemur uppskrift pekanhnetu góðgæti.
Botn
140 g hveiti
45 g púðusykur
1/2 tsk salt
90 g smjör
Pekanhnetukurl
60 g smjör
90 g púðusykur
1 tsk vanilludropar
1 msk rjómi
120 ml hlynsýróp (maple syrup)
100 g pekanhnetur, saxaðar
Gerið botninn með því að blanda saman hveiti, púðusykri og salti. Myljið síðan smjörið út í og blandið vel saman. Látið í smurt 23 cm ferkantað form, eða í brauðform. Bakið við 175°c í 20 mínútur.
Gerið því næst pekanhnetukurl með því að bræða fyrst smjörið í potti og bæta síðan púðusykri, vanilludropum, rjóma og hlynsýrópi saman við. Látið blönduna sjóða í eina mínútu og hrærið stanslaust í henni. Bætið að lokum pekanhnetum saman við og hellið síðan blöndunni yfir botninn. Bakið í 18-20 mínútur.
Takið úr ofni og leyfið að kólna í um 30 mínútur þannig að pekanhnetukurlið nái að harðna.
Njótið…..ójá þið munið njóta!
Ég skora á Lísu vinkonu, hún er snillingur í öllu sem við kemur eldhúsinu, hvort sem er að baka eða elda.
Kveðja Kristín G. Ásgeirsdóttir