Perlað af Krafti í Stykkishólmi

Einn af viðburðunum á Dönskum dögum síðastliðna helgi var Perlað af Krafti í minningu Arndísar Höllu Jóhannesdóttur og Njáls Þórðarsonar.

Perluð voru armbönd með áletruninni „Lífið er núna“. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts – stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Fjöldi fólks lagði leið sína í Grunnskólann þar sem perluð voru 737 armbönd.

Armböndin fást inn á vefverslun Krafts –  kraftur.org/vefverslun.

Ég vil fyrir hönd aðstandenda Arndísar Höllu og Njalla þakka öllum þeim sem lögðu málefninu lið, Krafti fyrir að leggja leið sína hingað í Hólminn, Nesbrauð ehf. fyrir að bjóða upp á veitingar og Grunnskólanum fyrir aðstöðuna.

Hjördís Pálsdóttir