Perukaka á hvolfi að hættu Eddu Baldursdóttur

Hér kemur uppskrift frá Eddu Baldursdóttir

Perukaka á hvolfi:

200 gr. mjúkt smjör

250 gr. hveiti

4 egg

250 gr. púðusykur

2 tsk. lyftiduft

2 tsk. kanill

1 – 2 dós af perum

Hér kemur uppskrift frá Eddu Baldursdóttir

Perukaka á hvolfi:

200 gr. mjúkt smjör

250 gr. hveiti

4 egg

250 gr. púðusykur

2 tsk. lyftiduft

2 tsk. kanill

1 – 2 dós af perum

Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið eggjum út í og hrærið smá. Að lokum er hveiti, lyftidufti og kanil bætt saman við og hrært þangað til að allt er blandað vel saman.

Smjörpappír er settur á botninn á skúffukökuformi, perunum raðað á smjörpappírinn og deginu hellt yfir perurnar og dreyft út í allt formið.

Bakið við 180° hita í 30 – 40 mín.

Látið kökuna kólna, leggið bakka, disk eða annað sem er svipað og skúffukökuformið ofan á kökuna og hvolfið kökunni, fjarlægið formið og smjörpappírinn og kakan er til.

Ég skora á vinkonu mína hana Guðfinnu Rúnarsdóttir (í x-inu) að gefa ykkur uppskrift.

7. bekkur GSS