Pokar að láni, látum verkefnið ganga upp

Starfsmenn í Ásbyrgi komu í vor af stað pokum að láni sem staðsett er í Bónus.  Það er skemmst frá því að segja að þessu verkefni var mjög vel tekið og pokarnir renna út en þeir koma ekki eins hratt inn aftur.  Til þess að þetta verkefni virki eins og til er ætlast þá þurfa pokarnir að koma inn aftur. Það er að segja að fólk muni eftir að setja poka aftur í sekkinn „pokar að láni“  í næstu ferð.

Ekki er ætlast til að fólk fái bara fría poka án þess að þeim sé skilað aftur. Við viljum endilega að þetta verkefni geti gengið áfram en til þess þarf fólk að vinna með okkur og taka og skila.

Endilega nýtið ykkur þetta tækifæri og leggið ykkar af mörkum til að minnka plast. Öll skref skipta máli. Gleymum því ekki að í hvert skipti sem við notum fjölnota poka í stað einnota plastpoka tökum við þátt í átakinu og vinnum með náttúrunni.

Þetta er ekki flókið – látum þetta ganga.

Með kveðju, Hanna starfsmaður í Ásbyrgi