Pokar að láni

Í Ásbyrgi er lögð mikil áhersla á að minnka plastnotkun og nýta hlutina betur en við oft gerum. Við saumum ýmsar tegundir af pokum t.d. ávaxta- og grænmetispoka, innkaupapoka af öllum stærðum, poka fyrir flöskur og dósir og margt fleira.
Til þess að draga úr notkun á plastpokum sem iðulega eru aðeins notaðir einu sinni viljum við koma af stað pokum að láni.
Pokar að láni verða staðsettir í Bónus og þar getur fólk fengið poka ef það gleymir að hafa sinn fjölnota poka með. Svo er mikilvægt að fólk komi með pokana aftur í næstu ferð þannig að alltaf séu til pokar í sekknum.
Endilega nýtið ykkur þetta tækifæri og leggið ykkar af mörkum til að minnka plast. Öll skref skipta máli. Gleymum því ekki að í hvert skipti sem við notum fjölnota poka í stað einnota plastpoka tökum við þátt í átakinu og vinnum með náttúrunni.

Kveðja úr Ásbyrgi með von um góð viðbrögð, Hanna Jónsdóttir