Rabbabarapæ

Sendi uppskrift sem er vinsæl í Ásklifinu á sumardögum. Enn er hægt að taka rabbarbara í sumum görðum og því vonandi hægt að prófa hana.

Skora síðan á Katrínu Pálsdóttur að senda uppskrift í næsta blað.

Deigið:

125 gr. Smjörlíki

100 gr. Sykur – þeytt saman

2 eggjarauður -þeyttar saman við

1dl. Mjólk

100 gr. Hveiti

2 tesk. Lyftiduft – blandað í deigið

Sett í STÓRT smurt eldfast mót.

Marens ofan á:

2 eggjahvítur

175 gr. Sykur – þeytt saman

125 gr. Rabbarbari í bitum – blandað saman við

Þessu er síðan smurt ofan á deigið.

Bakað við 175 gr. C í 40 mín.

Borðað heitt eða kalt með þeyttum rjóma eða ís.

Verði ykkur að góðu!

Brynja Reynisdóttir