Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Ráðning bæjarstjóra

Í Stykkishólms-Póstinum 11.05.06 talar bæjarstjórinn um að fulltrúar L-lista hafi setið hjá þegar hún var ráðin.  Eins og sést hér fyrir neðan greiddum við atkvæði með ráðningu hennar:

[mynd]Í Stykkishólms-Póstinum 11.05.06 talar bæjarstjórinn um að fulltrúar L-lista hafi setið hjá þegar hún var ráðin.  Eins og sést hér fyrir neðan greiddum við atkvæði með ráðningu hennar:

„Fundur bæjarstjórnar nr. 200 12.05.2005
Liður 7 samþykkt samhljóða að fela Rúnari Gíslasyni að ganga til samninga við Erlu Friðriksdóttur um bæjarstjórastöðuna.
“

Þegar kom að afgreiðslu ráðningarsamnings sátum við hjá þar sem við gátum ekki sætt okkur við samninginn að öllu leyti:

 „Fundur bæjarstjórnar nr. 202 23.06.2005
   3. Ráðningarsamningur bæjarstjóra.
    Forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir ráðningar-                  samningi.    Ráðningarsamningar samþykktur með fjórum atkvæðum þrír sitja hjá.
Til máls tóku: DS,RG,HH,ÓJG og EB
“

Ég  tel rétt að þetta komi fram til upplýsingar, en við megum ekki gleyma því að kosningarnar snúast ekki um að kjósa sér bæjarstjóra heldur bæjarstjórn.  Það er hægt að fá fullt af hæfu og góðu fólki í stöðu bæjarstjóra, sem vissulega er mikilvæg staða í bænum, en engin(n) er ómissandi.
      Varðandi það að við höfðum ekki talað við hana um að starfa hér áfram þá var hún ráðin til loka kjörtímabils og ef hún vildi vera áfram, þegar við komumst í meirihluta, hefði hún getað spurt bæjarfulltrúa L-listans hvernig hún gæti leyst það mál. Hún hefði fengið góðar móttökur hjá okkur, nú sem endranær, hver sem niðurstaðan hefði orðið.

                                               Davíð Sveinsson, Skipar 3. sæti á L-lista.