Reitarvegur – hinn nýji

Reitarvegur hinn nýjiÍ framhaldi á umræðu um skipulagsmál á Reitarvegi fannst okkur nokkrum íbúum í Lágholti og Silfurgötu ekki koma nægilega vel fram hverjir aðrir möguleikar svæðisins væru og hver framtíðarsýn svæðisins ætti að vera. Því tókum við okkur saman og teiknuðum upp okkar hugmynd af svæðinu. Það er okkar álit að þar sem búið er að skipuleggja iðnaðarsvæði upp á Hamraendum og þar í kring, ætti það að vera stefna Stykkishólmsbæjar að stuðla að því að allur iðnaður flyttist þangað í framtíðinni. Þar með myndi öll íbúðarbyggð þéttast og svæði eins og Reitarvegur verða að íbúðarsvæði í framtíðinni.
Áhugahópur um byggðaþróun á Reitarvegi