Réttur úr fiskafgöngum

Kæru lesendur.

Uppskriftin sem ég ætla að miðla til ykkar er réttur úr soðnum fiskafgöngum ýsu eða þorski. Þessi réttur var mjög vinsæll á mínu heimili.

Uppskriftin er svona:

2-4 soðin fiskstykki

2-3 matskeiðar hveiti eða spelt

1 egg og krydd eftir smekk.

Fiskstykkin sett í skál, stöppuð vel í sundur. Hveiti, egg og krydd hrært vel saman við. Þetta þarf að tolla vel saman. Þá eru búnir til stautar þeim velt upp úr hveiti eða raspi og þeir steiktir á pönnu. Þegar því er lokið er þetta sett í eldfast mót og sett smjör eða rifinn ostur yfir og stungið í ofn í svona 15 mín. Með þessu á að hafa soðnar kartöflur, hrásalat og sósu úr sýrðum rjóma eða grískri jógurt sem útí er bætt harðsoðnum

eggjum sýrðum gúrkum og tómötum.

Verði ykkur að góðu.

Ég skora á dóttur mína Önnu Maríu Rafnsdóttir að taka við pennanum.

Birna Pétursdóttir