Rit um öflugar konur af Snæfellsnesi

screen-shot-2016-12-22-at-14-42-02Þegar 100 ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt var ákveðið hér vestur á Snæfellsnesi að líta um öxl og segja sögur nokkurra vel valinna snæfellskra kvenna. Um leið og sagt er frá lífshlaupi þessara kvenna er líka varpað ljósi á sögu mannlífs á Snæfells­nesi. Soroptimistasystur skipu­lögðu verkefnið vel, skipuðu sér í hópa og kynntu þær konur sem valdar voru á félagsfundum. Frásögn um eina konu birtist í hverjum mánuði í héraðs­fréttablaðinu Jökli. Sýning um konurnar var sett upp í Átthaga­stofu Snæfellsbæjar sumarið 2015. Það hefur verið gaman og gefandi að rifja upp sögur þeirra kvenna sem ruddu brautina á svo mörgum sviðum. Vegna fjölmargra áskorana hefur sögunum verið safnað saman á aðgengilegan hátt.

Blaðið er til sölu hjá klúbb­num í síma 867­9407 hjá Ragn­heiði Víglundsdóttur verkefna­stjóra.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli