Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Royal Rangers skátar frá USA

Eins og margir vita eru í Stykkishólmi starfandi skátar sem bera nafnið Royal Rangers. 

Starfið hófst í Bandaríkjunum árið 1962 og er nú starfandi í yfir 90 löndum. Royal Rangers byrjaði hér á land árið 1999 og í Stykkishólmi haustið 2010.

Í Royal Rangers eru kennd hefðbundin skátastörf, leikir, skyndihjálp, handverk, náttúrufræði, íþróttakeppnir, ferðalög, Biblíukennsla og margt fleira. 

Undanfarin sumur hafa komið hingað í Stykkishólm Royal Rangers skátar frá Bandaríkunum til að láta gott af sér leiða til bæjarins. Þeir hafa tekið þátt í leikjanámskeiðum, heimsótt leikskólan, kennt börnum og unglingum hér í bæ hafnabolta og fleiri leiki, spilað körfubolta við unglingana á kvöldin og hjálpað til við skemmtidagskrá á 17. júní svo eitthvað sé nefnt. 

Í ár verða þeir hér 9.-17. júní, 11 strákar ásamt 2 foringjum. Stykkishólmbær hefur tekið vel á móti þessum góðu gestum og viljum við kom á framfæri kæru þakklæti fyrir þá velvild sem þeim er veitt af Ráðhúsinu, skólunum, sundlauginni og fleirum. 

Að þessu sinni kemur einnig hingað vinnuhópur, héðan og þaðan úr Bandaríkjunum. Hópurinn samanstendur af   4 körlum og 3 konum sem tengjast á einhvern hátt Royal Rangers starfinu og verða þau hér 7.-12. júní. Þau koma hingað til að aðsoða við framkvæmdir og viðhald á Hvítasunnukirkjunni og leggja þar til vinnu og fjármagn til endurbóta og uppbyggingar.

Við þökkum þessum frábæru hópum fyrir allt þeirra framlag og ykkur bæjarbúum fyrir að taka vel á móti þeim.

Fyrir hönd Royal Rangers og Hvítasunnukirkjunnar í Stykkishólmi

Karín Rut Bæringsdóttir