Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Royal Rangers skátar

Royal_Rangers.svgRoyal Rangers er kristilegt skátastarf sem hefur verið starfrækt hér í Stykkishólmi síðan haustið 2010. Starfið er á vegum Hvítasunnukirkjunar og sjá Álfgeir Marinósson og Karín Rut Bæringsdóttir RR skátaforingjar um þetta starf. Skátunum er skipt í flokka. Frumherjar sem eru krakkar í 3.-5. bekk, Skjaldberar sem eru krakkar í 6.-8. bekk og Útverðir sem eru krakkar í 9. bekk og eldri.  Skátafundir eru á mánudögum og þriðjudögum kl. 18-19. Þennan veturinn eru á milli 40 og 50 krakkar í starfinu. Við lærum margt skemmtilegt eins og útivist, fjallgöngur, að kvekja eld og elda yfir opnum eldi, nota verkfæri, axir, sagir og hnífa. Binda hnúta og byggja með því að binda saman greinar og trönur.  Berum viðringu fyrir náttúrunni, nýtum hana af skynsemi og göngum um hana að nærgætni og svo margt margt fleira.  Það kostar ekkert fyrir krakkana að vera með í Royal Rangers, en þeim stendur til boða að kaupa einkennisbúning.
Hluti eldri flokkana er að fara á Evrópumót sem verður í Póllandi 31. júlí – 5. ágúst 2016 og af því tilefni erum við að fara af stað með fjáröflun.
Krakkarnir munu ganga í hús og bjóða skemmtilegar nýjungar til sölu fyrir jólin. Eins munum við selja eitthvað gómsætt á matarmarkaðinum í Norska húsinu á aðventunni.  Skátarnir verða upp við Drápuhlíð með jólatréssölu og verður það auglýst í aðventudagatalinu. Einnig ætlum við að opna nytjamarkað í Félgasheimilinu Skildi og hafa opið þar miðvikudaga kl.17-19 og laugardaga kl.10-16 í desember. Við munum taka á móti allslags dóti sem enn er í lagi og fólki vantar að losna við. Við verðum á staðnum föstudaginn 20. nóv. kl. 17-18, laugardaginn 21. nóv. kl. 10-12.  Eins mið.-föst. 25. 26. og 27. nóv. kl. 17-18
Vonandi takið þið vel á móti krökkunum og verið velkomin að kíkja á okkur á nytjamarkaðnum og í jólatréssölunni.

sp@anok.is