Safn sem námsvettvangur

Mánudaginn 8. febrúar næst-komandi kl.14:30 mun Ragna Gestsdóttir safnafræðingur flytja erindi í Grunnskóla Stykkishólms um söfn sem námsvettvang.

Í erindinu kynnir Ragna starfsemi safna og hvernig þau þjóna samfélaginu sem óformlegar menntastofnanir í samfélaginu.
Söfn og sýningar búa yfir fjölbreyttum möguleikum í kennslu fyrir öll skólastig og eru spennandi námsvettvangur.

Nútíma miðlunar- og kennsluhættir kalla á upplifun og tengingu við nærumhverfi nemenda. Þetta eru áskoranir sem bæði söfn og skólar standa frammi fyrir. Þessu erindi er ætlað að vera innlegg í mikilvægt samtal milli safna og skóla þar sem farið er yfir hlutverk safna og ólíkar fræðsluleiðir sem söfn hafa þróað. Erindið er liður í samvinnuverkefni Norska hússins – Byggaðsafn Snæfellinga og Hnappdæla og Grunnskóla Stykkishólms, en annar liður í verkefninu var sýning 8. – 10.bekkjar í myndmenntavali undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, sem nefnist Veðrun og Viðsnúningur.

Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vesturlands (nú Uppbyggingarsjóði Vesturlands).

Um hugmyndavinnu og útfærslu sá AlmaDís Kristinsdóttir safnfræðingur og fyrrv. safnstjóri Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla.

Erindið er öllum opið.

Hjördís Pálsdóttir safnstjóri Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla