Safnadagur

Sumardagurinn fyrsti, 19. apríl 2018, er árlegur safna-og sýningadagur á Snæfellsnesi. Söfn og sýningar opna dyrnar upp á gátt fyrir íbúa Snæfellsness og aðra gesti. Opið er a.m.k. á milli kl. 14 og 17 víða á Snæfellsnesi. Þetta er hluti af Barnamenningarhátíð á Snæfellsnesi.
Um er að ræða samvinnuverkefni Svæðisgarðsins Snæfellsnes, Byggðasafns Snæfellinga og safna og sýningafólks á Snæfellsnesi.
Snæfellingar eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri.
Hvern vilt þú gleðja og fræða? Allir sem vinna með börnum geta fengið góðar hugmyndir til að nýta í átthagafræði. Við ættum öll að þekkja söfn og sýningar á Snæfellsnesi
Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Ragnhildur Sigurðardóttir, Svæðisgarður Snæfellsnesi