Föstudagur , 16. nóvember 2018

Sala fasteigna Stykkishólmsbæjar

Eftir beiðni fyrirhugaðra bjóðenda í eignir bæjarins við Skólastíg 11, 11a og Hafnargötu 7 er opnun tilboða í þessar eignir frestað til mánudagsins 19. janúar kl. 15. Frestunin er veitt til þess að koma til móts við bjóðendur, sem vilja kanna kosti sem fela í sér möguleika á sem mestri nýtingu húsa og lóða.

Ítarlegar upplýsingar s.s. deiliskipulag, lóðarblöð, lýsingar, ljósmyndir o.fl. er að finna hér: www.snaefellingar.is/staekkun_og_sala

Fyrirspurnir um þetta verkefni má senda á netfangið: sturla@stykkisholmur.is
Skrifleg tilboð skal merkja ,,Tilboð í lóð og hús Tónlistarskólans 0g/eða hús Amtsbókasafns“.