Sjómannadagsmót Skotfélags Snæfellsness

Árlegt sjómannadagsmót Skotfélags Snæfellsness í leirdúfuskotfimi var haldið síðastliðinn fimmtudag á æfingasvæði félagsins.  Þetta var í fimmta skipti sem þetta mót var haldið í samvinnu við sjómannadagsráð og heppnaðist mótið ótrúlega vel.  Lið sjómanna fór með sigur af hólmi þetta árið og stöðvaði þar með sigurgöngu Landsliðsins sem unnið hafði síðastliðin tvö ár.  Sjómenn leiða því keppnina núna 3-2 og fengu farandbikarinn afhentann við mikinn fögnuð.

Einnig voru veitt verðaun fyrir bestan árangur einstaklinga og í konuflokknum sigraði Mandy, í öðru sæti var Karen Ósk og í þriðja sæti var Aðalheiður Lára.  Í karlaflokknum var keppnin mjög jöfn og spennandi og munaði aðeins einu stigi á milli tveggja efstu manna. Þar tók Unnsteinn fyrsta sætið, Gísli Valur annað sætið og Guðmundur Andri tók þriðja sætið eftir spennandi bráðabana um verðalaunasæti.

Að móti loknu var haldin grillveisla og einnig var haldin keppni í riffilskotfimi með .22 cal rifflum og voru aukaverðlaun í boði.  Öllum var boðið að taka þátt, bæði keppendum og áhorfendum en keppnin var fólgin í því að hitta skotmörk á sem skemmstum tíma.  Svo fór að Guðmundur Andri náði besta tímanum og fékk að launum gjafakort frá veitingahúsinu „59 Bistró bar“ að verðmæti 10.000 kr.

Skotfélag Snæfellsness