Sjómannaverkfall nýtt til að auka hæfni í fiskvinnslu

fisk-g-run-3Símenntunarmiðstöð Vesturlands í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands stendur fyrir námskeiðum í Grundarfirði. Námskeiðin eru sérstaklega sniðin að þörfum fiskvinnslufyrirtækja og starfsfólki þess, en kennt er samkvæmt námskrá sem er gefin er út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og viðurkennd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Kennararnir koma frá Fisktækniskólanum og frá/af Snæfellsnesi. Auk þess komu nokkrir túlkar að verkefninu.

Fyrsta námskeiðið hófst fimmtudaginn 5. janúar, en starfsmenn G. Run sitja það námskeið, eða um 40 talsins. Hvert námskeið er kennt í 6 daga frá 8:00-16:00. Námskeið fyrir starfsfólk Fisk Seafood hófst mánudaginn 9. janúar og námskeið fyrir starfsfók Soffanías Cecilsson byrjar fimmtudaginn 12. janúar.

Á námskeiðinu er m.a. farið yfir helstu þætti í fiskvinnslu, s.s.;

Fiskvinnsla- veiðar,vinnslugreinar og markaðsmál

Vinnuaðstaða og líkamsbeiting

Öryggi á vinnustöðum

Hreinlæti og gerlagróður

Innra eftirlit í fiskvinnslufyrirtæki

Samstarf og samskipti á vinnustað

Skyndihjálp

Umhverfismál og ábyrgðar fiskveiða

Gæði og meðferð matvæla – frá veiðum til vinnslu

Það er gleðiefni að fiskvinnslufyrirtæki nýti tímann til uppbyggingar og frekari fræðslu, sem mun nýtast bæði þeim og starfsfólki.