SKAPANDI STJÓRNUNARHÆTTIR – minna vesen, minni sóun, meiri sátt!

Vestræn samfélög hafa breyst gríðarlega á síðustu áratugum. Við erum í raun í miðju breytingarferli frá stigskiptu píramídalöguðu valdasamfélagi til einstaklingsmiðaðs skipulags persónulegra tengsla og ákvarðana. Margt bendir til að einstaklingar séu í dag miklu sjálfstæðari og færari um að vera stjórnendur í eigin lífi í þeim skilningi að ákveða sjálfir meira um líf sitt á flestum sviðum, en áður, og taka þátt ef þeir nenna. Þetta eiga stjórnvöld að nýta sér og grípa á lofti öll þau miklu tækifæri sem í þessu felast.

Skapandi stjórnunarhættir byggja á skapandi ferlum. Vegna hinnar gríðarlega hröðu tækniþróunar geta fullvalda ríki deilt valdi með almenningi eða ópólitískum samfélagshópum með fjölbreyttum og skilvirkum hætti. Það er mögulegt að greiða fyrir þessu mannlega þróunarferli með því að nýta tæknina og örva og virkja þannig almenningsálitið á sem flestum sviðum. Þetta er í dag framkvæmanlegt en hitt er hvort valdhafar eru reiðubúnir til að nýta sér það eða deila því valdi sem þeir hafa, því völdum fylgja jafnan meiri völd m.a. um hvernig mikilvægar ákvaraðanir eru teknar og valdi fylgir oftast auður. 

Vestræn samfélög hafa breyst gríðarlega á síðustu áratugum. Við erum í raun í miðju breytingarferli frá stigskiptu píramídalöguðu valdasamfélagi til einstaklingsmiðaðs skipulags persónulegra tengsla og ákvarðana. Margt bendir til að einstaklingar séu í dag miklu sjálfstæðari og færari um að vera stjórnendur í eigin lífi í þeim skilningi að ákveða sjálfir meira um líf sitt á flestum sviðum, en áður, og taka þátt ef þeir nenna. Þetta eiga stjórnvöld að nýta sér og grípa á lofti öll þau miklu tækifæri sem í þessu felast.

Skapandi stjórnunarhættir byggja á skapandi ferlum. Vegna hinnar gríðarlega hröðu tækniþróunar geta fullvalda ríki deilt valdi með almenningi eða ópólitískum samfélagshópum með fjölbreyttum og skilvirkum hætti. Það er mögulegt að greiða fyrir þessu mannlega þróunarferli með því að nýta tæknina og örva og virkja þannig almenningsálitið á sem flestum sviðum. Þetta er í dag framkvæmanlegt en hitt er hvort valdhafar eru reiðubúnir til að nýta sér það eða deila því valdi sem þeir hafa, því völdum fylgja jafnan meiri völd m.a. um hvernig mikilvægar ákvaraðanir eru teknar og valdi fylgir oftast auður. 

Hægt er að fá “skyndisvör” við hugleiðingum stjórnvalda um mikilvægar ákvarðanatektir áður en lengra er haldið í breytingaferli. Þetta má gera með því að kasta fram fyrirspurnum á netið og sjá hvaða almenna skoðun kann að birtast (e. public sphere). Almenningur eignast þannig hlutdeild í mótunarferli mikilvægra ákvarðana.

En það er líka hægt að klúðra mikilvægu tækifæri í þessu mikla breytingaferli í átt til hinnar mannhverfu samfélagsþróunar. Stjórnvöld eru oft of gamaldags og hrædd við skoðanir almennings og áhrifamikil fyrirtæki eru ekki að spila leikinn með hinu lifandi samfélagi. 

Skapandi stjórnunarhættir eru tengsl valds, hegðunar, tilfinninga og þekkingar. Með með því að kynna hugmyndafræði um skapandi stjórnunarhætti á öllum sviðum samfélagsins, nýta hana og opna fyrir leiðir til að virkja hana, mun ríkja meiri samfélagsleg sátt þar sem fleiri tjá sig, sem aftur veldur minni sóun og mun minna veseni í kjölfar óskynsamlegra ákvarðana sem teknar hafa verið í trássi við samborgarana.

Soffía Vagnsdóttir