Föstudagur , 16. nóvember 2018

Skipstjóri óskast

Leitað er að skipstjóra á skipið Blíðu SH 277, Skipaskrárnúmer 1178. Skipið hefur skráða lengd 20,63 metrar og verður gert út til Beitukóngsveiða frá Stykkishólmi frá september og fram í janúar. Um framtíðarstarf getur verið um að ræða þar sem beitukóngur verður veiddur á tímabilinu frá byrjun júní fram í janúar. Skoða mætti með verkefni yfir vertíðina í samstarfi við skipstjóra / áhöfn. Þrír eru í áhöfn á beitukóngsveiðum og miðað við eðlilega sókn og veiði, geta tekjur orðið góðar.
Vinsamlegast hafið samband við Lúðvík í síma 4211400 eða 8922327